Kort af hjólaleið, Hrafnseyrarhringur-hjólaleið
Kort © 2024 Maps of Iceland

Gönguleið

15. Hrafnseyrarhringur – hjólaleið

6 – 8 tímar -hækkun um 1000 m.

Ferðin hefst á Þingeyri, fyrst um gamla þjóðveginn yfir Hrafnseyrarheiði. Með tilkomu ganganna á milli Dýrafjarðar og Arnafjarðar hefur bílaumferð á þessari leið minnkað mikið og því er upplagt að hjóla þennan 19 km. vegakafla frá Þingeyri til Hrafnseyrar í Arnarfirði.

Rétt áður en komið er til Hrafnseyrar er beygt til hægri út af veginn og inn á vegaslóða sem liggur út Arnafjörð. Þaðan er um 16 km. leið í Fossdal. Þar er stefnan tekin í norður og hjólað inn Fossdal og upp í Heiðarskarð.

Úr Heiðarskarði er upplagt fyrir þá sem hafa nægan tíma og þrek að ganga á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða.

Af Álftamýrarheiði er hjólað út Kirkjubólsdal, þar til komið er á veg austan Hofs. Þaðan er veginum fylgt í áttina að flugvellinum í Dýrafirði og þaðan áfram sem leið liggur inn Dýrafjörð til Þingeyrar.

Rétt er að taka fram að slóðinn sem farinn er frá Hranfseyri, um Fossdal og Kirkjubólsdal er grófur á köflum. Þá er þessi leið nokkuð krefjandi, þar sem hún felur í sér strembnar brekkur bæði upp á Hrafnseyrar- og Álftamýrarheiði, en að sama skapi langar leiðir undan halla niður af Hrafnseyrarheiði og út Kirkjubólsdal.

Göngu-og-hjólakort--Dýrafjörður
Kort © 2024 Maps of Iceland

Deila: