Tjaldsvæðið Þingeyri – Þingeyraroddi

Tjaldsvæðið býður upp á sólsetur í fjörukambinum á síðsumarskvöldum. Nýtt mjög gott þjónustuhús er á svæðinu með eldunaraðstöðu, sturtum og góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Skjólsælt tjaldsvæði við sjávarkambinn með ótrúlegt útsýni útá fjörðinn, staðsett á Þingeyrarodda. Hægt er að koma sér fyrir í skjóli trjáa, eða við fjöruborðið og hlusta á brimið. Svæðið er búið rafmagnstenglum og seyrulosun fyrir húsbíla. 

Nýtt mjög gott þjónustuhús er á svæðinu með eldunaraðstöðu, sturtum og góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæðið er við hliðina á sundlauginni og er þjónustað þaðan. Í boði er sund/sauna, heitur og kaldur útipottur, líkamsræktarstöð og íþróttahús, þvottavél og þurrkari. 

Við tjaldsvæðið eru strandblaksvellir, hreystitæki, ærslabelgur og leiksvæði fyrir börn. 

https://tjalda.is/thingeyraroddi/

Þjónustuhús
Þingeyraroddi - Víkingasvæði

Deila: