1 Keldudalur - Gjálpardalur
2 Keldudalur - Helgafell
3 Sveinseyri-Arnarnúpur
4 Haukadalur
5 Haukadalur - Lokinhamradalur
6 Meðaldalur - náma
7 Kirkjubólsdalur - Kaldbakur
7a Kaldbakur úr botni Fossdals
8 Tjaldanesdalur – Kirkjubólsdalur
9 Tjaldanesdalur – Galtadalur
10 Sandafell – hringur
11 Sandafell – útsýnisskífa (367m)
11 Sandafell – útsýnisskífa (367m)
12 Mýrafell (312m)
13 Keldudalur – Stapadalur
14 Svalvogahringurinn – hjólaleið
15Hrafnseyrarhringur – hjólaleið
16 Náttúrustígur í fjörunni – fyrir alla fjölskylduna
17 Söguganga um Þingeyri
Gönguleiðakort © Maps of Iceland
Skaginn milli Dýrfjarðar og Arnarfjarðar býður upp á mikilfenglegar ferðir í stórbrotnu umhverfi. Þessi mikli fjallasalur er ólíkur öðrum á Vestfjörðum að því leyti að mun minna undirlendi er á fjallstoppum, fjöllin almennt hærri og formfegurð fjallanna minnir um margt á Alpana. Enda hefur fjallskaginn of verið kallaður „Vestfirsku alparnir“.
Kaldbakur (998m), hæsta fjall Vestfjarða er miðpunktur þessa svæðis og gnæfir yfir umhverfi sitt. Af toppi Kaldbaks er stórkostlegt útsýni til allra átta. Almennt er gengið um grösuga dali, skriðurunnar hlíðar og fjallaskörð. Víða má finna kindagötur til að auðvelda gönguna en oft þarf að fóta sig í grófum hlíðum og gildir þá að miða ferðahraða við getu. Sökum bratta, er erfitt að ganga lengri hringleiðir en þá þarf að skilja bíl eftir við upphaf göngu eða vera í samfloti með fólki á öðrum bíl en ganga leiðina frá sitt hvorum endanum og skiptast síðan á bíl. Þá er hægt að mæla sér mót í fallegu fjallaskarði og fá sér nesti og skiptast á lyklum. Í flestum tilfellum er svipað erfitt að ganga í hvora áttina en leiðarlýsingar miðast við þá átt sem algengara er að ganga. Alltaf ætti að leita upplýsinga um ástand leiða í næstu upplýsingamiðstöð ferðamála á Þingeyri eða Ísafirði.
©2025 Öll réttindi áskilin.
Myndefni á vefnum er eftir Hauk Sigurðsson, nema annað sé tekið fram.