Gönguferð á Kaldbak (998m) hæsta fjall Vestfjarða, er auðveld öllu ferðafæru fólki og lætur engan ósnortinn. Mælt er með því að sitja um gott og heiðskírt veður því utsýnið af toppnum er stórkostlegt. Má segja að Vestfirðir allir og Snæfellsnes blasi við þaðan. Ef ganga á á topp Kaldbaks er best að fylgja vegslóða sunnan megin við bæinn Múla. Slóðann er hægt að keyra nokkuð langt fra dalinn og víðast hvar er hægt að leggja bílum. Vegslóðanum er fylgt fram Kirkjubólsdalinn með tignarleg fjöll eins og hornin fjögur á vinstri hönd, Hádegishorn, Breiðhorn, Göngudalshorn og Grjótskálarhorn. Þegar komið er framarlega í dalinn er best að fara af veginum og sveigja til hægri uppi í Heiðarskarðið. Þaðan má fylgja fjallshryggnum yfir í Meðaldalsskarðið. Úr skarðinu er haldið upp og ógreinilegum stíg fylgt upp á topp Kaldbaks. Á toppnum er tveggja metra há varða sem gefur ferðalöngum tækifæri á að ná þúsund metra hæð. Í vörðunni er líka gestabók.