Ekið er framhjá bænum Auðkúlu og út Arnafjörð að Fossdal og fram í botn hans. Í beygjunni er ágætis staður til að leggja bílnum. Eins er hægt að keyra fram Kirkjubólsdalinn, yfir skarðið og leggja bílnum á fyrrnefndum stað. Þaðan er gengið í Meðaldalsskarð (vestara skraðið) og fjallsöxlinni fylgt upp á topp Kaldbaks, sjá leið 7.