Kort af gönguleið, Sandafell-útsýnisskífa
Kort © 2024 Maps of Iceland

Gönguleið

11. Sandafell – útsýnisskífa (367m)

1,5 - 2 tímar - hækkun 170m.

Útsýnið af Sandafelli er frábært. Þrátt fyrir að fellið sé ekki hátt stendur það mikið út í Dýrafjörð. Enginn ætti að láta það úr hendi sleppa að koma þangað upp. Hægt er að keyra alla leið upp á fellið á fjórhjóladrifnum bíl en skemmtilegra er að ganga frá þjóðveginum eða frá Þingeyri. Á toppnum er útsýnisskífa með öllum helstu kennileitum sem fyrir augu ber.

Göngu-og-hjólakort--Dýrafjörður
Kort © 2024 Maps of Iceland

Deila: