Mýrafell er á norðurströnd Dýrafjarðar beint á móti Sandafelli og svipar mjög til þess. Útsýni þaðan er mjög fallegt. Leiðin upp hrygginn er auðgenginn og skemmtileg. Best er að leggja bílnum nokkru utan við Mýrabæinn við innri enda fellsins. Þaðan er gengið upp á Setann og svo fylgt stíg upp fellið sem er vel greinilegur á köflum. Á toppi Mýrafells er varða og gestabók.