Menning og mannlíf

Skoðaðu Tankinn, fáðu þér starfsrými í Blábankanum eða njóttu leikhúss í Kómedíuleikhúsinu...
Á Þingeyri má taka sér margt skemmtilegt fyrir hendur.

Balinn – listarými

Yfirgefin hús eða eyðibýli hafa mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð. Í Balanum gefst tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt án rafmagns og rennandi vatns. Ef þú heimsækir Þingeyri í sumar skaltu endilega kíkja í listarýmið Balann þar sem fortíðin og nútíminn mætast í listinni.
Kómidíuleikhúsið

Kómedíuleikhúsið

Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða, stofnað 1997. Leikhúsið hefur sett á svið 45 leikverk sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast sögu Vestfjarða á einn eða annan hátt.

Þrettándagleði á Þingeyri

Árlega standa Björgunarsveitin Dýri og Íþróttafélagið Höfrungur fyrir þrettándagleði á Þingeyri. Gengið er út Brekkugötu, Aðalstræti, niður Vallargötu en fjörinu lýkur svo gjarnan með flugeldasýningu.
Tankur - útilistaverk

Tankur – útilistaverk

Með áhrifaríkum hætti tengir útilistaverkið Tankur olíutank, tákn um atvinnusögu Þingeyrar.
Blábankinn

Blábankinn

Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Þingeyri.