En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og mun ég þangað skíða, enda er ég þess fús…
Skíðaleiðin fylgir merktri gönguleið sem hefst rétt ofan við Seftjörn. Seftjörnin spilar stórt hlutverk í Gíslasögu Súrssonar en Haukadalur í Dýrafirði kunnari flestum öðrum stöðum á Vestfjörðum því hér er höfuðsögusviðið. Leiðin liggur einnig fram hjá Gíslahól, en þar er talið að bær Gísla hafi staðið.