Blábankinn

Blábankinn

Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Þingeyri.

Blábankinn á Þingeyri er vistkerfi sem styður fólk sem vill skapa sjálfbær tækifæri fyrir þorpið og heiminn.

Þar er aðstaða fyrir minni og stærri viðburði en einnig vinnu- og fundaraðstaða.

Blábankinn er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í júní 2017 af þremur aðilum; Vestinvest, Ísafjarðarbæ og Simbahöllinni. Blábankinn var stofnaður til að bregðast við niðurskurði á þjónustu í þorpinu og stuðla að atvinnusköpun.

Markmið Blábankans:

  • Skapa alþjóðlegan vettvang fyrir nýsköpun og sjálfbærni.
  • Vera fyrirmynd fyrir nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar.
  • Auka lífsgæði fólks á Þingeyri.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Blábankans.

Deila: