Þingeyringar búa svo vel að hafa golfvöll í túnfætinum. Vellinum hefur verið vel við haldið og óhætt að mæla með heimsókn þangað.
Golfvöllurinn er staðsettur rétt utan við bæinn, þ.e. ekið er í gegnum Þingeyri og áfram stuttan spotta út fjörðinn. Staðsetning vallarins er mjög falleg, inni í dal, umkringdur fjöllum. Skemmtilegasta golfhola Vestfjarða er á þessum velli, 7. braut, par 3 hola þar sem slá þarf yfir vatnstorfæru og stíflu og inn á nokkuð mjóa flöt. Ekkert má útaf bregða því þá er boltinn annað hvort í ánni eða í lyngivaxinni brattri hlíð.