Skemmtilegt er að taka göngutúr í kringum Sandafell og er hægt að halda sig á vegi og stígum mestan tímann (u.þ.b. 8.5 km). Hluta leiðarinnar frá Þingeyri og að fiskhjöllum harðfiskverkenda er hægt að ganga í fallegri fjöru. Upplögð kvöldganga og ganga fyrir alla fjölskylduna. Virðið smágróður skógarins sem er að vaxa upp vestanvert undir Sandafelli.
Útsýni af Sandafelli er stórfenglegt og á toppi þess er útsýnisskífa með helstu kennileitum sem bera fyrir augu. Frá bílastæði á Brekkuhálsi er hækkun er um 170 m um það bil 1.5 km að útsýnisskífu.