Fjórhjólaferðir

Wild West Rocky ferðir bjóða upp á lengri og styttri fjórhjólaferðir í ríki Kaldbaks, á Sléttanesi og Sandafell.

Draugshorn – Fjallaskíði

Draugshorn er áberandi hyrna innst í Galtardal en þar er sagður hafa verið bústaður trölla á fyrri tíð enda örstutt í tröllaskrefum í Tröllakika, fremst á Tjaldanesdal í Arnarfirði. Nokkur […]

Fjallaskíði – Hólafjall

Aðeins fyrir fólk sem er mjög vant fjallaferðum að vetri til. Flott vorleið í flottu Alpaumhverfi. Sú leið sem hér var farin var ekki upp á fremsta hluta Hólafjalls, heldur […]

Tjaldsvæðið Þingeyri – Þingeyraroddi

Tjaldsvæðið býður upp á sólsetur í fjörukambinum á síðsumarskvöldum.
Nýtt mjög gott þjónustuhús er á svæðinu með eldunaraðstöðu, sturtum og góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Íþróttafélagið Höfrungur

Íþróttafélagið Höfrungur er íþróttafélag Þingeyrar sem stofnað var 20. desember árið 1904. Heimavöllur þess er Þingvöllur. Höfrungur rekur íþróttastarf bæjarins og kemur að hátíðum og verkefnum með ýmsum hætti, s.s. strandblakmóti, hlaupahátíð, jólaballi, þrettándabrennu og 17. júní-hátíðarhöldum.

Verslunin Hamona

Verslunin selur alla nauðsynjavör og bensín en býður jafnframt upp á fyrirtaks hamborgara, kótilettur, fisk og franskar á meðan birgðir endast. Best er að hringja á undan sér til að tryggja að grillið sé opið.

Simbahöllin

Simbahöllinn býður upp á súpu og bakkelsi, þar á meðal hinar víðfrægu belgísku vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu úr firðinum. Kaffihúsið er opið á sumrin frá júní-september.

Sundlaugin

Sundlaugin er helsti samkomustaður Dýrfirðinga. Laugin er innilaug og er hún í sama húsi og íþróttasalur, gufubað og líkamsrækt. Í lauginni eru heitir og kaldir útipottar.