Við Fjörðinn

Gistihúsið Við Fjörðinn býður upp á góða aðstöðu fyrir hópaaðstöðu fyrir hópa og einstaklinga, í herbergjum eða íbúðum. Þar er einnig góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða og íbúð þar sem sérstakt tillit er tekið til fólks sem notar hjólastóla. Gistihúsið er opið allt árið.
Hótel Sandafell

Í gisitheimilinu er að finna 14 herbergi, þar af tvö fjölskylduherbergi. Flest herbergin eru með snyrtingu. Á hótelinu er einnig veitingasalur sem rúmar 80 manns í sæti, og á sumrin er boðið upp á góðan mat á sanngjörnu verði.
Fjallaskíði Klukkulandshorn

Í norðanverðum Dýrafirði, til móts við Mýrafell ber við himin Klukkulandshorn. Þetta er miðlungs erfið brekka en einstaklega skemmtileg. Hallinn er að jafnaði um 30 gráður, en slagar upp í 45 gráður efst. Efsti punkturinn á hyrnunni sjálfri er í um 570m hæð
Sjósund á Þingeyri

Sjósundsklúbburinn Selirnir fer reglulega í sjósund í fjörunni við tjaldstæðið.
Meðaldalur – náma

Hjólað er eftur grófum vegaslóða inn dalinn þar sem m.a. má finna golfvöll Þingeyringa, leifar gamallar vatnsvirkjunar frá upphafi tæknialdar og í botni dalsins var námugröftur í upphafi 20. aldar.
Hrafnseyrarheiði

Með tilkomu ganganna á milli Dýrafjarðar og Arnafjarðar hefur bílaumferð minnkað mikið á Hrafnseyrarheiði og því er upplagt
að hjóla þessa leið til Arnarfjarðar.
Sandafell

Hjólað er umhverfis Sandafell, bæjarfjall Þingeyrar. Leiðin hentar öllum og því er um að ræða upplagða fjallahjólaferð fyrir alla fjölskylduna. Leiðin er á vegi eða stíg alla leiðin og ekki er um mikla hækkun að ræða.
Gönguskíði í Kirkjubólsdal

Leiðin fylgir merktri gönguleið/slóða sem hefst austan við bæinn Kirkjuból,
Gönguskíði í Haukadal

En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og mun ég þangað skíða, enda er ég þess fús…
Skíðaleiðin fylgir merktri gönguleið sem hefst rétt ofan við Seftjörn. Seftjörnin spilar stórt hlutverk í Gíslasögu Súrssonar en Haukadalur í Dýrafirði kunnari flestum öðrum stöðum á Vestfjörðum því hér er höfuðsögusviðið. Leiðin liggur einnig fram hjá Gíslahól, en þar er talið að bær Gísla hafi staðið.