Balinn – listarými

Yfirgefin hús eða eyðibýli hafa mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð. Í Balanum gefst tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt án rafmagns og rennandi vatns. Ef þú heimsækir Þingeyri í sumar skaltu endilega kíkja í listarýmið Balann þar sem fortíðin og nútíminn mætast í listinni.

Ef þú heimsækir Þingeyri í sumar skaltu endilega kíkja í listarýmið Balann þar sem fortíðin og nútíminn mætast í listinni.

Yfirgefin hús eða eyðibýli hafa mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð. Í Balanum gefst tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt án rafmagns og rennandi vatns.

Húsið var byggt 1910 að Brekkugötu 8 Þingeyri en hefur verið óíbúðarhæft og nærri ósnert í yfir tvo áratugi. Húsinu var breytt í gallerí árið 2019 þar sem listamenn geta verið í stöðugu samtali við sögu hússins, arkitektúr þess og umhverfið í kring. Með því að tengja saman umhverfi landsbyggðarinnar og svæðisbundna þætti, er stefna Balans að gera list aðgengilega og sýnilega fyrir alla, hvar sem þeir búa.

Listsýningin B T W N L N S eftir Carissa Baktay og Litten Nystrøm í allt sumar í Balanum á Þingeyri.

Í B T W N L N S vinna Litten Nystrøm og Carissa Baktay efni og sögur úr Balanum og nágrenni og setja fram niðurstöðurnar í þessari samstarfssýningu.

Í gegnum þemað „aðra heims og framhaldslíf“ velta listamennirnir fyrir sér hvernig þættir fortíðar teygja sig inn í nútímann og halda áfram til hins óþekkta. Húsið myndast sem rými fjarveru og nærveru, þar sem uppdiktaður sannleikur skekkir skynjun okkar og færir okkur inn í spurninguna: hvað bíður handan raunveruleikans? Listmunirnir sameinast og rekast á, og hvetja áhorfandann til að leita að eigin niðurstöðum, ummerkjum og ósamhverfum samhverfum.

Sýningin er styrkt af Orkubúi Vestfjarða.

The Tub Art Space // Balinn listarými (@the_tub_balinn_artspace) • Instagram photos and videos

(20) Artwork ‘ Tegundir í… – The Tub Art Space / Balinn listarými | Facebook

Brekkugata 8, Þingeyri

emiliedalum5@gmail.com

Deila: