Gamla-smiðjan

Gamla smiðjan

Elsta starfandi vélsmiðja landsins sem í dag er lifandi safn þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni frá upphafi.

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar er elsta starfandi vélsmiðja landsins. Smiðjan sem er nánast í sinni upprunalegu mynd og ber nafn Guðmundar J. Sigurðssonar sem stofnaði smiðjuna til helminga með Br. Proppé.

Vélsmiðjan varð fljótt þekkt fyrir vandaða og góða þjónustu. Á stríðsárunum þegar erfitt var að útvega varahluti voru steyptir þar varahlutir af öllum stærðum og gerðum, í erlend sem innlend skip. Einnig var smiðjan skóli í málmiðnum og þar var eftirsóknarvert að læra sökum þess hve fjölbreyttur smiðjureksturinn var. Þar lærðu menn  logsuðu, rafsuðu, rennismíði, járnsmíði í eldsmiðju, málmsteypu og flest annað sem gert er í smiðju. Guðmundur J. Sigurðsson eignast smiðjuna að fullu árið 1927.

Byggðasafn Vestfjarða hefur umsjón með safnkosti Gömlu smiðjunnar.

Á vef Byggðasafns Vestfjarða eru nánari upplýsingar um Gömlu smiðjuna.

Upplýsingar um opnunartíma.

Deila: