Food and accommodation

Á Þingeyri og í Dýrafirði er að finna gott úrval gististaða m.a fyrirmyndartjaldstæði með rafmagni, gistihús og bænda- og heimagistingu. Hamóna býður upp á veitingar allt árið en á sumrin má gæða sér á belgískum vöfflum í Simbahöllinni og fiski úr firðinum á Hótel Sandafelli.

Tjaldsvæðið Þingeyri – Þingeyraroddi

Tjaldsvæðið býður upp á sólsetur í fjörukambinum á síðsumarskvöldum. Nýtt mjög gott þjónustuhús er á svæðinu með eldunaraðstöðu, sturtum og góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Verslunin Hamona

Verslunin selur alla nauðsynjavör og bensín en býður jafnframt upp á fyrirtaks hamborgara, kótilettur, fisk og franskar á meðan birgðir endast. Best er að hringja á undan sér til að tryggja að grillið sé opið.

Simbahöllin

Simbahöllinn býður upp á súpu og bakkelsi, þar á meðal hinar víðfrægu belgísku vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu úr firðinum. Kaffihúsið er opið á sumrin frá júní-september.

Gemlufall – gisting og kaffihús

Gisting og kaffihús í timburhúsi milli fjalls og fjöru á norðurströnd Dýrafjarðar, gegnt Þingeyri.

Við Fjörðinn

Gistihúsið Við Fjörðinn býður upp á góða aðstöðu fyrir hópaaðstöðu fyrir hópa og einstaklinga, í herbergjum eða íbúðum. Þar er einnig góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða og íbúð þar sem sérstakt tillit er tekið til fólks sem notar hjólastóla. Gistihúsið er opið allt árið.
sandafell

Hótel Sandafell

Í gisitheimilinu er að finna 14 herbergi, þar af tvö fjölskylduherbergi. Flest herbergin eru með snyrtingu. Á hótelinu er einnig veitingasalur sem rúmar 80 manns í sæti, og á sumrin er boðið upp á góðan mat á sanngjörnu verði.