Gönguskíði í Kirkjubólsdal

Leiðin fylgir merktri gönguleið/slóða sem hefst austan við bæinn Kirkjuból,

12 km          100 m hækkun            

Leiðin fylgir merktri gönguleið/slóða sem hefst austan við bæinn Kirkjuból, en ef mikill snjór er á svæðinu þarf að reikna með að slóðinn sjáist ekki.

Leiðin liggur fram Kirkjubólsdalinn með tignarleg fjöll eins og hornin fjögur á vinstri hönd. Hádegishorn, Breiðhorn, Göngudalshorn og Grjótskálarhorn. Farið er um frekar slétt svæði með aflíðandi brekkum. Þá þarf nokkrum sinnum að fara yfir ána sem leiðin liggur að hluta til með fram, en hún er bæði grunn og straumlétt.

Þegar komið er framarlega í dalinn taka við brattar brekkur sem henta illa fyrir gönguskíði og þar er snúið við og sama leið gengin til baka.

Fyrir vana fjallagarpa má benda á að þetta er einnig leiðin á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða.

Deila: