Koltra-vettlingar

Koltra – handverkshús

Koltra er gallerí og handverkshús með vestfirsku/dýrfirsku handverki til sölu og er að finna í gamla Salthúsinu á Þingeyri.

Auk gallerís er einnig í húsinu upplýsingamiðstöð ferðamála staðsett þar sem upplýsingar um afþreyingu í nærumhverfinu er að finna.

Gallerí Koltra er tilgreind sem svæðisupplýsingamiðstöð ferðamanna í Dýrafirði og getur ferðamaðurinn sótt sér upplýsingar um svæðið, áhugaverða staði hvort sem leiðin liggur norður eða suður fyrir hjá starfsmönnum Koltru sem þekkja sitt heimasvæði og þó víðar væri leitað mjög vel.

Í anda húsins er að finna vattasaum sem verður að teljast ein elsta handverksaðferð með ull á Íslandi þó víðar væri leitað. Unnar leðurvörur með tilvísun í heiðni prýða hillur sem og leðurvörur með keltnesku mynstri sem seint er hægt að telja ekki hluta af uppruna okkar Íslendinga.

Lifandi handverk í Koltru

Koltra handverkshópur á facebook.

Deila: