Árlega er haldin hlaupa- og hjólahátið á Vestfjörðum.
Leiðin sem er farin við Þingeyri er 55 km long. Farið er frá Þingeyri að flugvellinum í Dýrafirði og síðan inn Kirkjubólsdal, yfir Álftamýrarheiði í 544 m hæð áður en haldið er eftir langri, grófri en nokkuð beinni brekku niður Fossdal að sjó í Arnarfirði. Næst liggur leiðin yfir í Stapadal og síðan eftir ýtuvegi Elísar Kjarans út í Lokinhamradal, áfram fyrir Sléttanes að Svalvogavita, eftir syllunni í Hrafnhólunum inn í Keldudal og þaðan áfram inn Dýrafjörðinn að Þingeyri aftur og í mark við sundlaugina. Hækkun er 560 m.
Upplýsingar um skráningu og annað sem tengist hjólaþætti hátíðarinnar má finna hér.