Yfirgefin hús eða eyðibýli hafa mikið aðdráttarafl, hvort sem um ræðir óheflaða fegurð eða einhverja dulúð. Í Balanum gefst tækifæri til að stíga inn í hús, sem stendur kalt og hrátt án rafmagns og rennandi vatns.
Ef þú heimsækir Þingeyri í sumar skaltu endilega kíkja í listarýmið Balann þar sem fortíðin og nútíminn mætast í listinni.